Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Humarsúpa Bryggjunnar meðal þeirra bestu í heiminum

Hin margrómaða humarsúpa á Café Bryggjan  í Grindavík hefur enn á ný ratað í heimsmiðlana. Nú er það hin virta ferðatímarit Condé Nast Traveler sem fjallar um súpuna góðu, sem m.a. hefur hlotið lof frá stórleikonunni Sigourney Weaver og verið þungamiðjan í heimildamynd sem gerð var um Bryggjuna.

Súpan hefur verið valin meðal 20 bestu máltíða í heimi árið 2022 af ritstjórn Condé Nast, en þar getur að líta góðgæti frá öllum heimshornum. Sú er ritar umfjöllun um súpuna segir hana bestu humarsúpu sem hún hafi á ævi sinni bragðað og lofar um leið umhverfið á leið sinni til Grindavíkur, sem og hinn notalega veitingastað Café Bryggjan.

Lesa má greinina hér

 At the incredibly cozy Café Bryggjan, I devoured the most delicious bowl of lobster soup I’ve ever had. It’s self-serve, and you get a free refill along with a hearty piece of freshly baked bread to soak up every last creamy bite. As winter closes in on us in New York, I find my mind drifting back to this little fisherman’s cafe time and again.