Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Listasmiðja barna með Iðu Brá Ingadóttur

19. mars kl. 14:00-15:00

Upplýsingar um verð

Ókeypis aðgangur
Fjórða listasmiðjan í nýstofnuðum krakkaklúbbi Listasafns Reykjanesbæjar verður haldin sunnudaginn 19. mars kl. 14:00.
 
Listamaðurinn Iða Brá Ingadóttir verður með skemmtilega listasmiðju fyrir börn á öllum aldri.
 
Verkið Iðufall eftir Iðu Brá er á nýopnaðri sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar, Undirljómi / Infra-Glow.
 
Listasafn Reykjanesbæjar hefur tileinkað rými í anddyri safnsins undir listastarf barna. Listasmiðjur krakkaklúbbsins munu halda áfram einu sinni í mánuði fram á vor. Þær verða fjölbreyttar og kenndar af nýjum listamanni í hvert skipti.
 
Verið velkomin
Aðgangur er ókeypis
Listasmiðja barna er styrkt af Safnasjóði

Staðsetning

Duusgata 2-8, Keflavík, Iceland

Sími