Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Samstarf við Íslenska ferðaklasann

Samstarf við Íslenska ferðaklasann
Við undirskriftina. Fulltrúi Markaðsstofu Reykjaness og Íslenska ferðaklasans ásamt vottum. *

Þann 22.nóvember stóðu Markaðsstofa Reykjaness, Íslenski ferðaklasinn og Startup Tourism fyrir sameiginlegum hádegisfundi í Eldey á Reykjanesi undir yfirskriftinni Nýsköpun og tækifæri í ferðaþjónustu.  

Góð þátttaka var á fundinum og greinilegt að það er hugur í ferðaþjónustuaðilum um að efla ferðaþjónustu á svæðinu með fjölbreyttri þjónustu og stuðla að nýsköpun og vöruþróun í greininni.

Á fundinum kynnti Ásta Kristín Sigurjónsdóttir starfsemi og verkefni Íslenska ferðaklasans og Svava Ólafsdóttir hélt hvetjandi kynningu á Startup Tourism og því stuðningsneti og aðstoð sem þau veita frumkvöðlum við að koma sínum hugmyndum í framkvæmd og á framfæri. Næsti Viðskiptahraðall þeirra er að fara af stað eftir áramót og er umsóknarfrestur til þátttöku til 16. janúar 2017. 

Við þetta tækifæri skrifuðu fulltrúar Íslenska ferðaklasans og Markaðsstofu Reykjaness undir samstarfsyfirlýsingu þess efnis að efla samstarf og samvinnu milli landshlutans og ferðaklasans sem vinnur á landsvísu. Með samstarfinu er markmiðið að stækka tengslanet aðildafélaga markaðsstofunnar og klasans með aðkomu að fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að vexti ferðaþjónustunnar á svæðinu.

Aðilar að samstarfsyfirlýsingunni munu beita sér fyrir því að koma á skilgreindum verkefnum á sviði uppbyggingar í ferðaþjónustu auk þess að miðla fræðslu og þekkingu meðal ferðaþjónustuaðila. Þá munu aðilar standa fyrir sameiginlegum viðburðum, ráðstefnum, námskeiðum, fjarfundum og öðru sem við á hverju sinni.

Markaðsstofa Reykjaness fagnar þessu nýja samstarfi og hlakkar til komandi verkefna.

Kynntu þér starfsemi Íslenska ferðaklasans hér.

Kynntu þér starfsemi Startup Tourism og viðskiptahraðalinn hér eða hafðu samband við Svövu.

*Á mynd: F.v. Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness, Kjartan Már Kjartansson, formaður stjórnar Markaðsstofu Reykjaness, Ásta Krisín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans og Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík