Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Viðskiptaheimsókn matvælafyrirtækja til New York

Íslandsstofa, í samstarfi við aðalræðisskrifstofu Íslands í New York skipuleggur ferð fyrir íslenska framleiðendur og útflytjendur á matvælum, einkum sérvörum (speciality food) og drykkjarvörum, til New York dagana 24.-27. júní 2017.
Heimsókn íslenskra matvælafyrirtækja til New York í sumar
Heimsókn íslenskra matvælafyrirtækja til New York í sumar

Íslandsstofa, í samstarfi við aðalræðisskrifstofu Íslands í New York skipuleggur ferð fyrir íslenska framleiðendur og útflytjendur á matvælum, einkum sérvörum (speciality food) og drykkjarvörum, til New York dagana 24.-27. júní 2017.

Tilgangur ferðarinnar er fyrst og fremst að kynnast sérvörumarkaðnum og viðskiptaumhverfinu í Bandaríkjunum, með áherslu á austurströnd Bandaríkjanna og New York. Farið verður á Fancy Food sýninguna í New York, matvörumarkaðir og sérvöruverslanir heimsóttar og þátttakendur fá kynningu á viðskiptaumhverfinu í Bandaríkjunum.

Í ferðinni verður haldinn fræðslu- og kynningarfundur um viðskiptaumhverfið á bandaríska markaðnum, heimsótt verður matvælasýningin Fancy Food Show í Javits Center í New York, auk þess sem skipulagðar eru heimsóknir á matvörumarkaði, veitingastaði og í verslanir á borð við Eataly, Whole Foods Market og Dean and Deluca.

Þátttaka í ferðinni er kjörið tækifæri fyrir matvælafyrirtæki sem hafa hug á að kynna sér matvælageirann (einkum sérvörumarkaðinn) í Bandaríkjunum nánar, komast í tengsl við dreifingaraðila og kanna grundvöll eða hefja útflutning.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að skrá sig á heimasíðu Íslandsstofu fyrir 7. apríl. Skráning telst ekki bindandi. 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Íslandsstofu en jafnframt leita til Bryndísar Eiríksdóttur, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, bryndis@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 og Hlyns Guðjónssonar, aðalræðismans og viðskiptafulltrúa Íslands í New York, hlynur@mfa.is, sími 545 7766.