Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Blogg

PHOENIX 4.0 – Sjálfbærni, stafræn þekking og seigla ferðaþjónustunnar

Íslenski ferðaklasinn hefur opnað fyrir umsóknir í PHOENIX 4.0, styrkjaverkefni sem styður samstarfsverkefni í ferðaþjónustu. Verkefnið veitir allt að 25.000 evrur í styrk, án mótframlags, til verkefna sem bæta rekstur, seiglu og sjálfbærni.

Sterk samstaða Reykjaness á Mannamótum

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fór fram í Kórnum í Kópavogi síðasta fimmtudag og var einn af lykilviðburðum Ferðaþjónustuvikunnar.

UNESCO-skólanetið stækkar á Reykjanesi

Ferðaþjónustuvikan 2026

Prófun á rýmingarflautum í Grindavík og Svartsengi frestað

Prófun á rýmingarflautum í Grindavík og Svartsengi fer ekki fram á gamlárdag líkt og áður var áætlað.

Framfaraskref í innleiðingu UNESCO skóla á Reykjanesi – vinnustofa í Sandgerðisskóla

Reykjanes UNESCO jarðvangur hélt mánudaginn 8. desember vinnustofu fyrir kennara á svæðinu sem hluta af innleiðingu UNESCO skóla á Reykjanesi. Fundurinn fór fram í Sandgerðisskóla og safnaði saman fulltrúum frá 10 skólastofnunum til umræðu um áherslur, verkefni og framgang umsóknarferla.

Kennarar á Suðurnesjum kalla eftir frekari stuðningi við útikennslu

Kennarar á öllum skólastigum á Suðurnesjum vilja nýta náttúru og nærumhverfi mun betur í námi nemenda, en þurfa meiri stuðning til að geta gert það. Þetta kemur fram í þarfagreiningu Reykjanes UNESCO Global Geopark sem unnin var í samstarfi við kennara í tengslum við Nordplus verkefnið Empowering Educators. Þar kemur fram að áhugi á útikennslu er mikill, en hindranir eins og tímaleysi, skortur á efni og aðferðum ásamt þörf fyrir aukna þjálfun takmarka möguleika kennara til að nýta svæðið til fulls í námsstarfi.
Sigrún Svafa Ólafsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Reykjanes jarðvangi tók við styrknum.
Mynd…

Reykjanes jarðvangur fær styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir stórum sólmyrkvagleraugum

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja fór fram í Hljómahöll 21. nóvember, þar sem kynnt voru fjölbreytt verkefni sem stuðla að menningu, nýsköpun og samfélagsþróun á svæðinu. Meðal þeirra sem hlutu styrk var Reykjanes jarðvangur, sem fékk 2.700.000 kr. til metnaðarfulls verkefnis sem tengist almyrkvanum 2026. Styrkurinn markar mikilvægt skref í undirbúningi fyrir þennan einstaka náttúruviðburð og mun styðja við bæði fræðslu, listsköpun og samfélagslega þátttöku á Suðurnesjum.

Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður á World Travel Market 2025

Markaðsstofa Reykjaness tók þátt í World Travel Market (WTM) í London dagana 4.–6. nóvember, einum stærsta og áhrifamesta vettvangi ferðaþjónustunnar á heimsvísu. Þar var Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður með áherslu á sérstöðu svæðisins, nálægð við flugvöllinn, náttúrutengdar upplifanir og tækifæri sem tengjast almyrkvanum 2026.

Grindavík saman í sókn

Með sterkri samstöðu, framtíðarsýn og trú á eigin samfélag hófst formlega verkefnið Grindavík – Saman í sókn þann 12. nóvember. Á öflugum staðarfundi í Gjánni komu stjórnendur og lykilstarfsmenn frá 21 fyrirtæki saman til að leggja grunn að sameiginlegri vegferð í átt að endurreisn, uppbyggingu og eflingu atvinnulífs í Grindavík.

Skráning hafin á Mannamót 2026

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verða haldin þann 15. janúar 2026 í Kórnum í Kópavogi.
Vetraraðstæður geta skapast á fjöllum á Reykjanesi

Gul Viðvörun: Varað er við ferðum á Fagradalsfjalli næstu tvo daga

Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum fólks inn á gönguleiðir við Fagradalsfjall næstu 48 klukkustundir, vegna mjög óhagstæðrar veðurspár.