Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skráning hafin á Mannamót markaðsstofa landshlutanna 2020

Skáning er hafin á Mannamót markaðsstofa landshlutanna sem fer fram í Kórnum í Kópavogi þann 16. janúar næstkomandi. Mannamót er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Skráningu lýkur þann 31. desember 2019 og er verð 19.000+ vsk.

Viðburðurinn á facebook

Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpar til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða upp á, með áherslu á vetrarferðamennsku.

Athugið að aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofa landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Við biðjum þó þá sem ætla að koma sem gestir að skrá sig svo hægt sé að áætla fjöldann.

Skráning sýnenda - smella hér

Skráning gesta - smella hér